logo

Thursday 23rd of March 2017

Starfsemi
Starfsemi Lundar var á árunum 1998 til loka 2002 byggð á þjónustusamningi við heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið. Í ársbyrjun 2003 var tekið upp samræmt greiðslukerfi fyrir öll hjúkrunarheimili. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ákveður nú rekstrardaggjöldin. Á Lundi eru í dag 28 hjúkrunarrými og leyfi fyrir 2 þjónusturýmum. Til viðbótar eru 2 hvíldarpláss og 2 dagvistarpláss.

Á Lundi eru m.a höfð að leiðarljósi þau markmið 1.og 18. gr. laga um málefni aldraðra (sjá nánar vefsíðu Stjórnarráðins) að tryggja öldruðum sem þess þurfa vistun og umönnun á því þjónustustigi sem er eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf og ástand hins aldraða hverju sinni.
 

Samkvæmt lögum um málefni aldraðra skal heimilismönnum á Lundi tryggð eftirfarandi þjónusta:

 

a)     Hjúkrun og aðhlynning allan sólarhringinn.

 

b)     Önnur heilbrigðisþjónusta.

 

c)     Fullt fæði.

 

d)     Félagsþjónusta.

 

e)     Sálgæsla.

 

f)     Févarsla og umsýsla.

 

g)     Lín.

 

h)     Önnur þjónusta sem við getur átt og eftir því sem samkomulag kann að verða um.

 

Lundi er skylt að tryggja sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 422/1992 að heimilismenn eigi kost á eftirfarandi heilbrigðisþjónustu sem stofnunin kostar að fullu hvort sem             þjónustan er veitt inni á stofnuninni eða utan hennar. Þjónusta sem hver einstaklingur nýtur fer eftir einstaklingsbundnu mati á þörf :

 

a)     Almenn læknishjálp og sérfræðilæknishjálp

 

b)     Lyf

 

c)     Rannsóknir og röntgengreining

 

d)     Endurhæfing t.d sjúkraþjálfun

 

e)     Hjálpartæki, þó ekki gleraugu, heyrnartæki (greiðist af heimilismanni) eða hjólastólar (greiðist af Tryggingastofnun)

 

f)     Sjúkraflutningur, annar en sá sem sjúkrahúsin ber að greiða skv. 36. gr. 1.mgr .i. lið laga nr. 117/1993 um almannatryggingar. Þó skal sjúkraflutningur að ósk                ættingja heimilismanns greiddur af þeim sem óskar flutnings.

 

 

Ef heimilismaður er lagður inn á sjúkrahús, dvelst hann þar á kostnað sjúkrahússins, sbr. 2.mgr. 2.gr. reglugerðar nr.422/1992.

 

Lundi er ekki skylt að kosta persónulega muni og aukaþjónustu svo sem fatnað, fatahreinsun, snyrtivörur, hársnyrtingu og fótsnyrtingu, sbr. 3.gr.reglugerðar nr.422/1992.

 

Þvottur í þvottahúsi er allur á ábyrgð íbúa.

 

Joomla Template Download From Joomlatp.com Designed by: Free Joomla 1.5 Theme, ftp account. Valid XHTML and CSS.